Torg ehf hlýtur jafnlaunavottun
Torg ehf hefur hlotið jafnlaunavottun samkvæmt jafnlaunastaðlinum ÍST 85:2012. Með þessari vottun hefur Torg fengið staðfestingu á því að viðhöfð séu fagleg vinnubrögð við starfsmannastjórnun og sýnt fram á að …
Torg prentfélag á og rekur blaðaprentvél sem sér um prentun á Fréttablaðinu, Markaðnum, DV og tengdum miðlum.
Hjá Torg starfa um 100 manns við hin ýmsu störf, allt frá fréttaskriftum til forritunar. Torg leggur mikla áherslu á að skapa gott starfsumhverfi og bjóða upp á eftirsóknarverðan vinnustað þar sem starfsfólk er hluti af þéttri og öflugri liðsheild.
Það er jafnframt hluti af mannauðsstefnu og jafnlaunastefnu Torgs að gæta fyllsta jafnréttis starfsfólks.. Þetta á við um rétt til starfa, kjara, aðstöðu, menntunar og setu í starfshópum. Allt starfsfólk skal fá greidd jöfn laun og njóta sömu starfskjara eða jafnverðmæt störf þannig að enginn ómálefnalegur launamunur sé til staðar. Skilgreining Torgs á launajafnrétti styðst við lög um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna nr. 150/2020. Torg hefur skilgreint jafnréttisáætlun í því skyni að vinna markvisst í jafnréttismálum. Torg er hluti af hreyfiaflsverkefni Félags kvenna í atvinnulífinu, Jafnvægisvoginni.