Um Torg

Torg ehf gefur út Fréttablaðið, mest lesna dagblað landsins, Markaðinn, viðskiptablað sem fylgir Fréttablaðinu á miðvikudögum og helgarblaðið DV. Að auki starfrækir félagið sjónvarpsstöðina Hringbraut. Stafrænir miðlar í eigu Torgs eru FRETTABLADID.IS, HRINGBRAUT.IS, MARKADURINN.IS og DV.IS.
Torg rekur einnig blaðaprentvél sem sér um prentun á Fréttablaðinu, Markaðnum, DV og tengdum miðlum.

Prentmiðlar

 

Fréttablaðið

Mest lesna dagblað landsins

 

Markaðurinn

Fyrst og fremst viðskiptafréttir

DV

Vefmiðlar

Lógó Fréttablaðsins.is

Fréttablaðið

Lógó Hringbraut.is

Hringbraut – Sjónvarp

Fréttir – Fólk – Menning

Lógó Markaðarins.is

Markaðurinn

Allar nýjustu fréttir úr heimi viðskipta

DV.is

Sjónvarp

Hringbraut er sjónvarpsstöð sem hóf útsendingar 18. febrúar 2015 og leggur áherslu á íslenska dagskrárgerð, en þar starfa margir reynslumestu frétta- og dagskrárgerðarmenn landsins.
Dagskrárstefna Hringbrautar hverfist um upplýsandi og fræðandi efni sem einkum birtist í fréttaskýringum, þjóðmálaumræðu, menningarumfjöllun, lífsstílsefni og lífsreynslusögum fólks, svo og náttúrulífs- og ferðaþáttum heima og erlendis. Hringbraut er til húsa á Hafnartorgi í Reykjavík og er einn af miðlum Torgs ehf.

Torg prentfélag á og rekur blaðaprentvél sem sér um prentun á Fréttablaðinu, Markaðnum, DV og tengdum miðlum.

MANNAUÐUR Torgs

Hjá Torg starfa um 100 manns við hin ýmsu störf, allt frá fréttaskriftum til forritunar. Torg leggur mikla áherslu á að skapa gott starfsumhverfi og bjóða upp á eftirsóknarverðan vinnustað þar sem starfsfólk er hluti af þéttri og öflugri liðsheild.

Það er jafnframt hluti af mannauðsstefnu og jafnlaunastefnu Torgs að gæta fyllsta jafnréttis starfsfólks.. Þetta á við um rétt til starfa, kjara, aðstöðu, menntunar og setu í starfshópum. Allt starfsfólk skal fá greidd jöfn laun og njóta sömu starfskjara eða jafnverðmæt störf þannig að enginn ómálefnalegur launamunur sé til staðar. Skilgreining Torgs á launajafnrétti styðst við lög um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna nr. 150/2020. Torg hefur skilgreint jafnréttisáætlun í því skyni að vinna markvisst í jafnréttismálum. Torg er hluti af hreyfiaflsverkefni Félags kvenna í atvinnulífinu, Jafnvægisvoginni.

Skipurit Torgs

Kynjaskipting mannauðs

Höfuðstöðvar Torgs eru staðsettar á 4. hæð við Kalkofnsveg 2 (við Hafnartorg).

Helstu fréttir

Torg ehf hlýtur jafnlaunavottun

Torg ehf hefur hlotið jafnlaunavottun samkvæmt jafnlaunastaðlinum ÍST 85:2012. Með þessari vottun hefur Torg fengið staðfestingu á því að viðhöfð séu fagleg vinnubrögð við starfsmannastjórnun og sýnt fram á að …

Jón Þórisson nýr forstjóri Torgs

Jón Þórisson hefur tekið til starfa sem forstjóri Torgs, útgáfufélags Féttablaðsins, DV og Hringbrautar og tengdra miðla. Hann er lögfræðingur frá Háskóla Íslands og var aðalritstjóri miðla Torgs þar til …

Fjármálastjóri

torg óskar eftir að ráða Fjármálastjóra

Fjármálastjóri hefur yfirumsjón með fjármálum, áætlanagerð og greiningarvinnu fyrirtækisins. Helstu verkefni: Dagleg fjármálastjórn fyrirtækisins Áætlanagerð og eftirfylgni Umsjón með upplýsingagjöf til stjórnenda Ábyrgð á fjárstýringu, greiðsluflæði og innheimtu Mánaðauppgjör og …