Torg rekið með hagnaði 2017

365 miðlar hf., eigandi Torgs, hagnaðist um 907 milljónir króna fyrir skatt árið 2017. Félagið greiddi 6.150
milljónir af skuldum á síðastliðnu ári og er í dag skuldlaust. Torg var rekið með hagnaði sinn eina rekstrarmánuð árið 2017.

365 miðlar hf. hagnaðist um 907 milljónir króna fyrir skatt árið 2017. Félagið greiddi 6.150
milljónir af skuldum á síðastliðnu ári og er í dag skuldlaust, þegar tekið er tillit til
viðskiptakrafna og handbærs fjár.

365 seldi á árinu 2017 alla starfsemi sína á fjarskipta- og fjölmiðlamarkaði að undanskildu
Fréttablaðinu og tengdum miðlum til Sýnar hf. Starfsemi Fréttablaðsins var í framhaldinu færð
í nýtt dótturfélag, Torg ehf. sem er að fullu í eigu 365. Jafnframt á 365 tæplega 11% hlut í Sýn
hf.

Torg var rekið með hagnaði sinn eina rekstrarmánuð árið 2017. Helstu tíðindi úr rekstri
félagsins það sem af er ári 2018 eru eftirfarandi:

 • Gerður var samningur um kaup á 49% hlut í Póstmiðstöðinni, en Árvakur, útgáfufélag
  Morgunblaðsins, mun eiga 51%. Kaupin eru háð samþykki Samkeppniseftirlitsins.
 • Mikil aukning hefur orðið á lestri Fréttablaðsins á netinu og á PDF útgáfu blaðsins. Alls
  hafa 65 þúsund manns náð í Fréttablaðsappið og 8 þúsund manns fá blaðið sent í PDF
  útgáfu í tölvupósti á morgni hverjum. Þessi hópur fer stækkandi.
 • FBL + var hleypt af stokkunum, en þar er að finna viðbótarefni sem einungis birtist í
  vefútgáfu blaðsins.
 • Nýjum vef Fréttablaðsins, www.frettabladid.is, var ýtt úr vör og hefur verið í stöðugri
  sókn. Gerð er ráð fyrir að þróunarvinnu við vefinn ljúki á fyrsta ársfjórðungi 2019.
  Starfsemi 365 og Torgs mun á haustdögum flytjast í nýtt húsnæði við Hafnartorg í miðbæ
  Reykjavíkur.

Við sölu á fjölmiðlaeignum til Sýnar hf. setti Samkeppniseftirlitið 365 það skilyrði að
annaðhvort eignarhluturinn í Sýn eða Fréttablaðinu yrði seldur innan ákveðinna tímamarka.
Kviku banka hefur því verið falið að vinna kostagreiningu á valkostum eigenda. Hluti af því er
að kanna áhuga mögulegra kaupenda á Torgi, enda ljóst að lengri tíma tekur að selja óskráða
eign en skráða.

Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir, forstjóri 365 og Torgs „Við teljum að það séu spennandi og
krefjandi tímar framundan í fjölmiðlum. Við höfum mikla trú á bæði Sýn og Torgi. Því er
bagalegt að sjá fram á að þurfa að selja aðra hvora eignina “

Skráð í flokknum Starfsemi TorgsMerkt ,