Nýr vefur fyrir viðskiptalífið og stærri Markaður

Skjámynd af forsíðu Markaðurinn.is
Af forsíðu Markaðurinn.is

Af forsíðu Markaðurinn.isFréttablaðið hefur opnað nýjan vef, markadurinn.is, sem er sérsniðin upplýsingaveita um allt sem máli skiptir í viðskiptalífinu. Þar verður meðal annars hægt að fylgjast með nýjustu viðskiptafréttum, innlendum og erlendum, gengi hluta- og skuldabréfa, ávöxtun fjárfestingarsjóða og nálgast upplýsingar úr ársreikningum fyrirtækja.

Samhliða þessari auknu þjónustu við lesendur mun Markaðurinn, vikulegt viðskiptablað Fréttablaðsins, stækka og verður hér eftir sextán blaðsíður. Ritstjórn Markaðarins mun á komandi vikum kynna til leiks nýja efnisflokka og þannig um leið efla blaðið sem helsta vettvang frétta í íslensku viðskiptalífi.

Skráð í flokknum Starfsemi TorgsMerkt