torg óskar eftir að ráða Fjármálastjóra

Fjármálastjóri hefur yfirumsjón með fjármálum, áætlanagerð og greiningarvinnu fyrirtækisins.

Helstu verkefni:

 • Dagleg fjármálastjórn fyrirtækisins
 • Áætlanagerð og eftirfylgni
 • Umsjón með upplýsingagjöf til stjórnenda
 • Ábyrgð á fjárstýringu, greiðsluflæði og innheimtu
 • Mánaðauppgjör og undirbúningur uppgjörs til endurskoðenda
 • Virkt kostnaðareftirlit og þátttaka í almennri stjórnun félagsins

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Háskólapróf í viðskiptafræðum eða sambærileg menntun
 • Reynsla af fjármálum og notkun bókhaldskerfa
 • Þekking og reynsla af Dynamics 365 Business Central væri kostur
 • Reynsla af uppgjörum, kostnaðareftirliti og gerð rekstraráætlana
 • Góðir skipulags- og leiðtogahæfileikar
 • Hæfni í mannlegum samskiptum.

Vinsamlega sendið umsókn til elisabet@torg.is
Umsóknarfrestur er til og með 22. nóvember nk.

Skráð í flokknum Laus störf, Starfsemi TorgsMerkt , ,