Torg ehf hlýtur jafnlaunavottun

Torg ehf hefur hlotið jafnlaunavottun samkvæmt jafnlaunastaðlinum ÍST 85:2012. Með þessari vottun hefur Torg fengið staðfestingu á því að viðhöfð séu fagleg vinnubrögð við starfsmannastjórnun og sýnt fram á að komið hafið verið á og mun viðhalda launajafnrétti í samræmi við jafnlaunastefnu fyrirtækisins.

Með innleiðingu jafnlaunakerfis samkvæmt jafnlaunastaðli er tryggt að málsmeðferð og ákvarðanir í launamálum séu rekjanlegar, byggi á málefnalegum sjónarmiðum og feli ekki í sér kynbundna mismunun.

Vottunin gildir frá 20.2.2022 til 20.2.2025. Jafnréttisstofa veitir Torg ehf heimild til að nota jafnlaunamerkið. Forsenda fyrir að slík heimild sé veitt er að vottunaraðili, í þessu tilfelli iCert, skili Jafnréttisstofu afriti af vottunarskírteini ásamt skýrslu  um niðurstöðu úttektar.

Meginmarkmið jafnlaunavottunar er að vinna gegn kynbundnum launamun og stuðla að jafnrétti kynja á vinnumarkaði.

Skráð í flokknum Starfsemi Torgs