Um Torg

Torg ehf gefur út Fréttablaðið, mest lesna dagblað landsins, Markaðinn, viðskiptablað sem fylgir Fréttablaðinu á miðvikudögum og helgarblaðið DV. Að auki starfrækir félagið sjónvarpsstöðina Hringbraut. Stafrænir miðlar í eigu Torgs eru FRETTABLADID.IS, HRINGBRAUT.IS, MARKADURINN.IS og DV.IS.
Torg rekur einnig blaðaprentvél sem sér um prentun á Fréttablaðinu, Markaðnum, DV og tengdum miðlum.

Prentmiðlar

 

Fréttablaðið

Mest lesna dagblað landsins

 

Markaðurinn

Fyrst og fremst viðskiptafréttir

DV

Vefmiðlar

Lógó Fréttablaðsins.is

Fréttablaðið

Lógó Hringbraut.is

Hringbraut – Sjónvarp

Fréttir – Fólk – Menning

Lógó Markaðarins.is

Markaðurinn

Allar nýjustu fréttir úr heimi viðskipta

DV.is

Sjónvarp

Hringbraut er sjónvarpsstöð sem hóf útsendingar 18. febrúar 2015 og leggur áherslu á íslenska dagskrárgerð, en þar starfa margir reynslumestu frétta- og dagskrárgerðarmenn landsins.
Dagskrárstefna Hringbrautar hverfist um upplýsandi og fræðandi efni sem einkum birtist í fréttaskýringum, þjóðmálaumræðu, menningarumfjöllun, lífsstílsefni og lífsreynslusögum fólks, svo og náttúrulífs- og ferðaþáttum heima og erlendis. Hringbraut er til húsa á Hafnartorgi í Reykjavík og er einn af miðlum Torgs ehf.

Torg prentfélag á og rekur blaðaprentvél sem sér um prentun á Fréttablaðinu, Markaðnum, DV og tengdum miðlum.

MANNAUÐUR Torgs

Hjá Torg starfa um 100 manns við hin ýmsu störf, allt frá fréttaskriftum til forritunar. Torg leggur mikla áherslu á að skapa gott starfsumhverfi og bjóða upp á eftirsóknarverðan vinnustað þar sem starfsfólk er hluti af þéttri og öflugri liðsheild.

Það er jafnframt hluti af mannauðsstefnu og jafnlaunastefnu Torgs að gæta fyllsta jafnréttis starfsfólks.. Þetta á við um rétt til starfa, kjara, aðstöðu, menntunar og setu í starfshópum. Allt starfsfólk skal fá greidd jöfn laun og njóta sömu starfskjara eða jafnverðmæt störf þannig að enginn ómálefnalegur launamunur sé til staðar. Skilgreining Torgs á launajafnrétti styðst við lög um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna nr. 150/2020. Torg hefur skilgreint jafnréttisáætlun í því skyni að vinna markvisst í jafnréttismálum. Torg er hluti af hreyfiaflsverkefni Félags kvenna í atvinnulífinu, Jafnvægisvoginni.

 

Skipurit Torgs

Kynjaskipting mannauðs

Höfuðstöðvar Torgs eru staðsettar á 4. hæð við Kalkofnsveg 2 (við Hafnartorg).

Helstu fréttir

Torg ehf hlýtur jafnlaunavottun

Torg ehf hefur hlotið jafnlaunavottun samkvæmt jafnlaunastaðlinum ÍST 85:2012. Með þessari vottun hefur Torg fengið staðfestingu á því að viðhöfð séu fagleg vinnubrögð við starfsmannastjórnun og sýnt fram á að …

Aðalheiður verður fréttastjóri

Aðalheiður Ámundadóttir hefur verið ráðin í starf fréttastjóra á ritstjórn Fréttablaðsins og frettabladid.is. Ritstjórnir þessara tveggja miðla, Fréttablaðsins og frettabladid.is, voru sameinaðar í apríl síðastliðnum og verður hún þriðji fréttastjórinn …

Kaup Torgs á DV samþykkt

Samkeppniseftirlitið hefur samþykkt kaup Torgs, útgáfufélags Fréttablaðsins á tilteknum eignum Frjálsrar fjölmiðlunar, útgáfufélags DV.Tilkynnt var um kaupin þann 13. desember síðastliðinn og voru þau háð umsögn fjölmiðlanefndar og samþykkis Samkeppniseftirlitsins. …