Björk til liðs við Fréttablaðið

Tekur við Lífinu í Fréttablaðinu og á vefnum Fréttablaðið.is.

Mynd af Björk Eiðsdóttur
Björk Eiðsdóttir

Björk Eiðsdóttir hefur verið ráðin á Fréttablaðið. Hún verður umsjónarmaður Lífsins á Fréttablaðinu og frettabladid.is. Jafnframt verður hún ritstjóri tímaritsins Glamour.

Björk sem er með BA í fjölmiðlafræði frá Bandaríkjunum hefur starfað við íslenska fjölmiðla í rúman áratug og nú síðastliðin fimm ár sem ritstjóri tímaritsins MAN sem hún stofnaði ásamt öðrum árið 2013. Eins og Fréttablaðið sagði frá í dag kom síðasta tölublað MAN út í desember.

„Ég tek spennt við nýju starfi þar sem ég get bæði nýtt reynslu mína í tímarita- og blaðaútgáfu og sótt fram á ný svið á ferskum og vaxandi vefmiðli,“ segir Björk.

Skráð í flokknum Starfsemi Torgs