Fréttablaðið fagnar árs afmæli

Fréttablaðið.is hóf göngu sína fyrir einu ári. Vefmiðillinn hefur unnið sér sess á íslenskum fjölmiðlamarkaði á þessum skamma tíma. Hátt í fjörutíu þúsund fréttir hafa verið skrifaðar á vefinn.

Frétta­blaðið.is fagnar í dag eins árs af­mæli sínu. Vef­miðillinn hefur á þessum tíma sótt í sig veðrið og unnið sér sess á ís­lenskum fjöl­miðla­markaði. Mark­miðið er og verður að halda á­fram að færa les­endum traustar og á­reiðan­legar fréttir, öllum stundum dags. 

Tæp­lega fjöru­tíu þúsund fréttir 
Vef­miðillinn hefur hlotið afar góðar við­tökur allt frá fyrsta degi, þann 7.febrúar 2018, en hann var opnaður með form­legum hætti af Lilju Al­freðs­dóttur mennta- og menningar­mála­ráð­herra rúmri viku síðar, eða 15. febrúar 2018. Alls hafa um 36.700 greinar verið ritaðar á vefinn á þessu eina ári. 
Hug­myndin um stofnun Frétta­blaðsins.is var fyrst rædd árið 2016 og kom svo til fram­kvæmda árið 2017 þegar fyrir­séð var að Frétta­blaðið og Vísir.is yrðu að­skilin, en miðlarnir tveir höfðu haldist í hendur frá árinu 2004.

Gríðar­mikil vinna var lögð í hönnun og þróun vefsins þar sem á­hersla var lögð á ein­fald­leika og gott að­gengi, og komu fjöl­margir að verk­efninu, bæði hér heima og er­lendis. 

Í áranna rás 
Frétta­blaðið þekkja lang­flestir lands­menn. Blaðið hefur ratað í póst­kassa þeirra flestra í tæpa tvo ára­tugi og þannig skipað sér sess í lífi Ís­lendinga. Blaðinu er dreift á Stór-Reykja­víkur­svæðinu, Suður­nesjum og Akur­eyri auk þess sem sér­staka Frétta­blaðs­kassa er að finna víða um land. 

Að auki má nálgast allar fréttir blaðsins, og miklu meira til, á hinum eins árs gamla vef, www.fretta­bladid.is. 

Frétta­blaðið vill nýta tæki­færið á þessum tíma­mótum til þess að þakka sam­fylgina á árinu og mun kapp­kosta við að halda á­fram að færa fólki fréttir í bland við af­þreyingu af ýmsum toga. Þeir sem vilja koma á­bendingum á fram­færi geta gert það í gegnum net­fangið rit­stjorn@fretta­bladid.is eða í síma 550-5000.

Hluta af mest lesnu fréttum ársins er að finna hér að neðan, eftir flokkum og efnistökum. 

Inn­lendar fréttir 2018
Er­lendar fréttir 2018
Vísinda­annáll 2018
Náttúrulega Ísland á áramótum
20 helstu ummæli ársins 2018
2018 versta árið á mörkuðum

Skráð í flokknum Starfsemi TorgsMerkt