Torg kaupir prentvél

Kristín Þorsteinsdóttir, útgefandi Fréttablaðsins.

Torg ehf. hefur keypt blaðaprentvél Ísafoldar. Með kaupum á prentvélinni nær félagið auknum sveigjanleika í framleiðslu og betri samhæfingu milli framleiðslu og prentunar, að sögn Kristínar Þorsteinsdóttur, útgefanda Fréttablaðsins. „Prentvél Torgs getur prentað allt að 30 þúsund eintök á klukkustund. Þá mun Torg ehf. selja prentun til þriðja aðila í gegnum sölusvið Torgs,“ segir Kristín. „Þrátt fyrir að sífellt fleiri lesi blaðið á netinu nú til dags, eru enn um 40 prósent þjóðarinnar sem lesa prentútgáfu blaðsins á degi hverjum. Styrkur prentútgáfu blaðsins er mikill.“ – sk

Skráð í flokknum Starfsemi TorgsMerkt