Helgi Magnússon kaupir 50% hlutabréfa í Torgi ehf.

Félag á vegum Helga Magnússonar hefur keypt helming hlutafjár í Torgi ehf. sem á og rekur Fréttablaðið, frettabladid.ismarkadurinn.is, tímaritið Glamour og tengda starfsemi.

„Það hefur verið stefna Torgs að breikka eigendahópinn um nokkurt skeið.“ segir Ingibjörg Pálmadóttir, forstjóri Torgs. „Tilgangurinn er ekki annar en að styrkja grunnstoðir blaðsins og gera gott blað og fyrirtæki enn betra en það er í dag.“

Helgi mun taka sæti í stjórn Torgs ehf. í framhaldinu en Ingibjörg Pálmadóttir verður formaður stjórnar félagsins. Fréttablaðið er útbreiddasta dagblað landsins, prentað í 80.000 eintökum sex daga í viku. Helgi gerir ráð fyrir að fleiri komi að eignarhaldi á þessum helmingshlut í Torgi ehf. en ekkert hefur verið ákveðið um það ennþá. Á undanförnum árum hefur Helgi Magnússon fjárfest í ýmsum fyrirtækjum og nægir þar að nefna Marel og Bláa Lóninu þar sem hann gegnir stjórnarformennsku.

Skráð í flokknum Starfsemi Torgs