Sam­keppnis­efti­rlitið sam­þykkir sam­runa Hring­brautar og Torgs

Mynd af byggingunni að kalkofnsvegi 2.
Kalkofnsvegur 2 þar sem Fréttablaðið er til húsa.

Samkeppniseftirlitið hefur komist að þeirri niðurstöðu að ekki séu forsendur til að að grípa til íhlutunar vegna samruna Torgs og Hringbraut Fjölmiðlar ehf.

Tilkynnt var um samrunann með fyrirvara um samþykki fjölmiðlanefndar og Samkeppniseftirlitsins þann 18. október síðast liðinn. Síðan þá hefur umsagnar fjölmiðlanefndar um áformin verið aflað og hefur Samkeppniseftirlitið nú samþykkt hann.

Meðal miðla Torgs ehf. eru Fréttablaðið og vefmiðilinn frettabladid.is. Hringbraut miðlar ehf. rekur hringbraut.is og sjónvarpsstöðina Hringbraut í opinni dagskrá.

Skráð í flokknum Starfsemi Torgs