Kaup Torgs á DV samþykkt

Samkeppniseftirlitið hefur samþykkt kaup Torgs, útgáfufélags Fréttablaðsins á tilteknum eignum Frjálsrar fjölmiðlunar, útgáfufélags DV.Tilkynnt var um kaupin þann 13. desember síðastliðinn og voru þau háð umsögn fjölmiðlanefndar og samþykkis Samkeppniseftirlitsins. Hið selda er útgáfuréttur að DV og vefmiðillinn dv.is, ásamt gagnasafni.

DV á sér langa útgáfusögu hérlendis og hefur undanfarið verið gefið út vikulega. Dv.is, ásamt undirvefjunum eyjan.is, pressan.is, 433.is og bleikt.is, er einn fjölsóttasti vefmiðill landsins samkvæmt mælingum Gallup.

Að fengnu samþykki verður nú hafin vinna við yfirfærslu hins keypta. Vonast er til að það geti orðið á næstunni.

Skráð í flokknum Starfsemi Torgs