Aðalheiður verður fréttastjóri

Aðalheiður Ámundadóttir hefur verið ráðin í starf fréttastjóra á ritstjórn Fréttablaðsins og frettabladid.is. Ritstjórnir þessara tveggja miðla, Fréttablaðsins og frettabladid.is, voru sameinaðar í apríl síðastliðnum og verður hún þriðji fréttastjórinn á sameinaðri ritstjórn, en hinir tveir eru Ari Brynjólfsson og Garðar Örn Úlfarsson. Aðalheiður er lögfræðingur að mennt og hefur verið blaðamaður á Fréttablaðinu frá árinu 2017.

Árið 2018 hlaut hún verðlaun Blaðamannafélags Íslands fyrir umfjöllun ársins sem fjallaði um endurupptöku og eftirmála Guðmundar- og Geirfinnsmálanna.

Skráð í flokknum Starfsemi Torgs